Um hátíðina

Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 19.- 24. apríl 2016. 

Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn. 

Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Jafnframt er boðið upp á dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, Hörpu og lista- og menningarstofnunum borgarinnar.

Þátttökuhátíðin rúmar allar listgreinar sem börn og fullorðnir geta notið sér að kostnaðarlausu. 

Dagskrána í heild má finna hér og fésbókarsíðu hátíðarinnar hér. 

Bæklingur (PDF)

 

 

UNGI - SVIÐSLISTAHÁTÍÐ ASSITEJ

UNGI er alþjóðleg sviðslistahátíð ASSITEJ fyrir unga áhorfendur.

Á hátíðinni er boðið upp á fjölda vandaðra leik- og danssýninga fyrir allan aldur, allt frá ungabörnum til unglinga. Boðið verður upp á smiðjur fyrir grunnskólabörn og fjölskyldur í samvinnu við listamenn hátíðarinnar og Listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Lögð verður áhersla á greitt aðgengi að öllum viðburðum fyrir fatlaða og börn af erlendum uppruna.

Ókeypis er inn á alla viðburði UNGA og má nálgast dagskrá hátíðarinnar undir sér flipa Hér.

Almennar upplýsingar fyrir Assiteij á Íslandi og hátíðina má sjá á Heimasíða Assitej

UPPLÝSINGAR

Barnamenningarhátíð í Reykjavík er ein af megin þátttökuhátíðum borgarinnar. Höfuðborgarstofa heldur utan um almenna skipulagningu og viðburði, útgáfu dagskrár og umsjón með kynningarefni.

Verkefnastjórn Höfuðborgarstofu og sameiginlegur verkefnastjóri barnamenningar Menningar- og ferðamálasviðs og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hafa yfirumsjón með framkvæmd hátíðarinnar.

Styrktaraðilar Barnamenningarhátíðar 2016 við einstök verkefni eru: 112 – Neyðarlínan, UNICEF, Rauði krossinn í Reykjavík og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.

 Í stjórn eru: Signý Pálsdóttir Formaður, Atli Steinn Árnason, Áshildur Bragadóttir, Eyja Camille Bonthonneau, Heiðar Kári Rannversson, Kristín Hildur Ólafsdóttir og Sigfríður Björnsdóttir.

Verkefnastjórar eru Guðmundur Birgir Halldórsson og Harpa Rut Hilmarsdóttir. Kynningarstjóri er Berghildur Erla Bernharðsdóttir